Kom sá og sigraði!!

Komið sæl og blessuð kæru vinir.

 

Ég er mætt á bloggborð internetsins en þetta er alls ekki eini staðurinn sem ég er mætt á, neeei. Því í lok ársins 2023 eða nákvæmara sagt um áramótin 2023-2024 voru áramótaheitin af stærri gerðinni, já vinir, við stefnum hátt og það er SVO gaman að segja frá því NÚNA árið 2025, 7 janúar að þeim var ÖLLUM NÁÐ!!!!

 

Eitt af áramótaheitum 2024 voru nefnilega út með instagram bara ÚT með það!! bless og takk fyrir. Og það er líka það sem ég gerði.

Kl 3 um nótt 1 janúar 2024 þegar ég var komin upp í rúm eftir gott áramótapartý, keyrði ég heim og skrollaði upp í rúmi í síðasta skipti á þessu ári..! Eða það var það sem ég hélt.....(meira um það í næsta bloggpósti)

Svo akkúrat kl 3 um nóttina sagði ég bless við instagram appið og eyddi því, & leit ekki um öxl í heilt ár! ég fann meira að segja fyrir létti eftir því sem leið á, eins og það væri stress farið úr mínu lífi sem ég vissi ekki einu sinni að væri þar.

Svo ári seinna liggjandi uppí rúmi varla búin að opna augun teygði ég mig í símann, spennt að sækja instagram aftur, já ég var orðin spennt fyrir þessu. Það gerðist í október að mér fór að hlakka til að ná í þetta app aftur og sjá hvað beði mín.. Ég á líka svo margar mergjaðar systur og vinkonur sem eru alltaf að setja svo fyndið og skemmtilegt þarna inn og ég var orðin spennt að missa ekki lengur af því sem þær eru að gera og getað likeað allt hjá þeim <33

Fyrsti janúar 2025 kom, appið lent aftur í símanum og stelpan byrjuð að skrolla..... 

 

Í næstu færslum hjá mér fáið þið að heyra af því hvernig árið án instagrams gekk í raun og veru.... & hvernig mér finnst að vera komin aftur. 

Ég pæli mjög mikið í þessum netheimi og í instagram appinu sjálfu. Þetta er svo stór partur af lífi okkar í dag en hversu stóran part viljum við að þetta eigi í okkar lífi og hver eru raunveruleg áhrif þessara appa... meira um þær vangaveltur seinna. lovju guys

 

p.s ég er svo pepp að vera byrjuð að blogga það er svo mikil stemming og þið eruð svo heppin að fá að fylgjast með ef þið viljið (frjálsvilji og allt það<3))

endilega byrjið bara líka að blogga þá getum við verið bloggvinir sem er svooo gaman (held ég) ég var bara að byrja 

 

Þangað til næst, xoxoxo


Um bloggið

öll mín helstu leyndarmál

Höfundur

Embla Ósk Draumland
Embla Ósk Draumland
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 443

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband