14.3.2025 | 08:27
Halda í eða sleppa takinu?
Hvort er sársaukafullara?
Halda í eitthvað...
eða sleppa takinu?
Ég varð allavega sár um daginn og svo varð ég reið. Það brotnaði traust og upp spratt reiði í kjölfarið. Ég fékk hausverk. Kjálkinn fastur ég fékk vöðvabólgu og mér varð illt allsstaðar. Þetta gerir reiðin. Reiði er valid en hún verður heftandi fyrir okkur. Ekki fyrir þann sem við erum reið út í. Ef við ætlum að halda í reiðina fer hún að skemma annað fyrir okkur, önnur sambönd., gleðina okkar og sakleysi.
Samhygð og fyrirgefning er eina leiðin áfram. Eða það fann ég allavega. Við erum öll manneskjur og við gerum öll mistök. Ég er ekki að segja að við þurfum að samþykkja slæma hegðun eða ofbleldi. Alls ekki. Ofbeldi er aldrei í lagi!
Við fyrirgefum fyrir okkur sjálf og slítum samskiptum og/eða leitum hjálpar ef þess þarf.
Ef eitthver beitir ofbeldi þá líður viðkomandi ekki vel. Við getum vonað að manneskjan fái hjálpina sem hún þarf og óskað henni betri farveg þrátt fyrir allt. Hér frelsum við okkur. Ef við höldum í reiðina og viljum þessari manneskju illt fer það að skaða okkur sjálf og samböndin í kringum okkur.
Fyrirgefning er öflugasta tól sem við höfum. Að fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum. Öll þráum við það sama að forðast þjáninga og finna hamingju og gleði. Fólk sem vill öðrum illt líður ekki vel og því óska ég þess að þau finna friðinn og verði frjáls þjáninga sinna.
Við getum nefnilega öll breyst til hins betra en það getur gleymst ef við höldum í eitthvað sem gerðist.
Við erum nefnilega öll mennsk og líkari en við höldum. Þegar við setjum okkur sjálf á háan hest og getum ekki sett okkur í spor annarra getur fallið orðið háttt.
Þetta er voða preditískt hjá mér, fyrirgefning og frelsun..... þá segi ég bara
amen.
Ást og friður í alvörunni
Bloggar | Breytt 18.3.2025 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2025 | 15:10
Færsla 7 : Strax besta ákvörðun sem ég hef tekið
Það er lygi því þetta er ekki eina besta ákvörðunin sem ég hef tekið...
spoiler alert - ég elska að breyta og betrum bæta
& besta sem ég hef líka ákveðið að gera er að hætta að borða og nota dýr á eitthvern hátt = vera vegan semsagt (9 ár vegan í ár) bam & hætta að drekka áfengi vooohoooo !!!
& auðvitað að eignast strákinn minn en það var ekki nein ákvörðun sem ég þurfti að taka því hann var meir en velkominn og hann er algjörlegaa það besta sem ég veit um í þessum heimi og ég geri í raun allt þetta fyrir hann <3
Því hver ég er skiptir máli fyrir hann.
Ég vil standa upp fyrir sjálfri mér. Ég vil velja góða hluti, ég vil hlusta á sjálfa mig til þess að vera eða reeeyna að vera góð fyrirmynd.
Jæja, núna er ekki liðinn svo langur tími síðan ég eyddi instagraminu mínu eða nákvæmara til tekið var það 3.febrúar síðast liðinn sem ég fékk nóg!! alveg meira en nóg og ákvað að ég vil bara alls ekki vera partur af þessu lengur og ekki eyða mínutu lengur inná þessu appi. Nokkrum dögum seinna eyddi ég líka facebook. BAM.
So far hefur þetta verið ljúft, ekkert mál og bara yndislegt = strax orðið eitt af því besta sem ég hef ákveðið að gera..!
Eins og ég hef sagt þá á ég ennþá iphone en hann er bara alltaf heima og ég tek hann ekki með mér neitt. Ég er með messenger í honum því lets face it það er alveg svakalega leiðinlegt að skrifa skilaboð í samlokusímanum.. úfff.
Ég vissi ekki að þegar ég myndi deactiveta Facebook að ég gæti ennþá verið með messenger en svo er það hægt þannig það er ennþá í símanum heima en ég er reyndar með slökkt á notfication þannig ég kíki sirka einu sinni á dag hvort ég sé með ný skilaboð sem ég þarf að svara, annars er best að ná í mig í gegnum símann eins og þeir vita sem eru nánir mér. Í rauninni hefur það alltaf verið þannig haha.
En ándjóks þá er lífið bara ljúft án þess að vera stöðugt fastur í símanum, stanslaust að kíkja á hann. Endalaus samanburður og upplýsingar sem þú gerir þér kannski ekki grein fyrir, þetta sest allt í undirmeðvitundina og óguð þetta er eins og besti detox að losa sig alveg við þetta.
Því guys
Þetta skiptir engu máli, það er öllum sama og þú ert að eyða lífinu þínu í feikshit og þvælu
sorry
en
því lengra sem líður á og dagarnir líða hjá verð ég sorgmæddari yfir þessu.
Það sem ég setti þarna inn eins og allir ættu rétt á mér og lífinu mínu og lífi sonar míns. Færi fyrir alla að mynda sér skoðanir á okkur og vita persónulegar upplýsingar. Ég pældi ekki í þessu þá og er í alvörunni fyrst að gera það núna og ég verð bara rosalega leið og mér finnst ég hafa notað líf mitt og fólkið mitt fyrir fkkkkn valditation.
jesús. it´s sad. fyrst var ég reið og bara wtf hvað erum við að eyða tímanum í og núna er ég bara sorgmædd yfir týndum tíma og þvælu sem við getum ekki fengið tilbaka.
En lífið er til þess að læra og þroskast svo við nennum ekki að dvelja heldur lengi í þessu. Ég er hætt þarna og ég sé strax að mér langar aldrei aftur þangað inn. Nema kannski ég verði fyritækjareigandi einn daginn þá er instagram fínt fyrir það! AUGLÝSA. SELJA HLUTI. SELJA ÞIG. VÖRUNA. þið skiljið.
Núna lifi ég fyrir mig og fólkið mitt. Þegar maður tekur eitthvað svona út hjá sér þá hættir það að hafa áhrif. Out of shight out of mind.
Hér er viðráðanlegur samanburður
Lífið er hérna
beint fyrir framan okkur
og allt í kringum okkur
ekki ofaní skjá,,.
Slökktu á fkn símanum!!
& líttu upp
Enn og aftur er þetta vangavelturnar mínar. Ég veit ekki hvað er best fyrir þig og þitt líf það er fyrir þig að komast af því. <3
skil ykkur eftir með þetta lag :*
mér varð hugsað um myndband sem er um samfélagsmiðla frá honum Prince Ea sem ég sá fyrir nokkrum árum það heitir "Can we auto-correct humanity" kíkti á það og sá það kom út fyrir 10 árum... Vildi að ég hafði tekið mark á því þá.... En jæja hér erum við. og hér er það :))
Ást & Friður
- Embla Ósk Draumland
Bloggar | Breytt 9.3.2025 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2025 | 14:08
Færsla 6 : Ég er farin af samfélagsmiðlum
Núna er janúar mánuður liðinn sem þýðir að það er mánuður síðan ég kom aftur á Instagram. Ég hef verið að nota Instagram í tölvunni sem er út á fyrir sig algjört lifehack og ég mæli mikið með því. En ég hef sótt appið í símann þegar mig hefur langað til að pósta í story eða setja myndir á feedið.
Ég nota annars samlokusíma. Þannig ég er ekki með nein önnur öpp eins og Snapchat og Tiktok. Facebook og instagram kíki ég á í tölvunni. Iphone síminn er ennþá virkur og er alltaf heima. Ég er ennþá með messenger í honum (veit ekki afhverju, svara flestu í tölvunni) og ég nota Spotify til að hlusta á tónlist heima eða hljóðbækur. Ég reyni að taka aldrei iphoninn með mér neitt en hef gert það þegar ég fer í World Class með stelpunum til að hlusta á tónlist. Þá tengist ég netinu þar og get hlustað. Ég var svo að panta mér ipod og er mjög spennt að byrja að nota hann. Litla nostalgían sem það verður.
En því sem ég hef komist að við þessa nálgun hjá mér er þegar ég opna instagram í tölvunni þá er ég þar í mesta lagi í 5-10 mínutur... Talvan heldur manni ekki eins og skjárinn í símanum gerir!!
Ég fer inná Instagram sé hvort ég sé með ný skilaboð, svara þeim. Opna og vel þau story sem ég vil sjá og svo loka ég forritinu aftur.
Útfrá þessu hef ég komist að þeirri sorglegu staðreynd. Ef þetta er í alvörunni tíminn sem ég ´þarf´ inná þessu appi guð minn góður hversu miklum tíma erum við þá búin að vera eyða...?
En það er líka það sem eg fann fyrir í janúar-febrúar 2024 þegar ég var ennþá með símann (iphoninn) en engin öpp í honum að maður er lika bara háður símanum sjálfum.. eða það er vani skal ég segja frekar, þegar maður er með símann stanslaust á sér þá er svo mikill vani að grípa bara í hann þegar það kemur dauð stund. og BOOM við dettum i doom scrooll og dýrmæti tíminn okkar er flogin útum gluggan.
Þetta er svakalegt. Mér líður svolítið eins og ég sé að vakna upp frá martröð... Þetta hljomar dramatískt en þannig liður mér. Ég er búin að vera i miklum hugleiðingum með þetta og búin að prófa allskonar.
Ég er að vakna upp og sjá þetta alltaf betur og betur. (Rauða pillan er greinilega farin að virka á mig þarna núna.. gahhh )
Martröðin er þannig að það kom einhver og rændi tímanum af okkur. Við vorum öll við hesta heilsu og í blóma lífsins, sum okkar voru að fæða og ala upp börnin sín en tíminn hvarf og við misstum af þeim.... misstum af okkur, tilfinningum okkar og urðum dofin fyrir því sem var að gerast í kringum okkur, það sem var að gerast í heiminum virtist ekki vera raunverulegt fyrir okkur lengur.... allt vegna þess að höfuðið og athyglin okkar var búið að sogast svo fast ofan í eitthvern svartan skjá þar sem sjálfsmyndin hvarf hægt og rólega, orkan okkar varð engin og samanburður, minnimáttarkennd jókst enn hraðar. Þunglyndi og kvíði hefur aldrei verið jafn algengt og núna og græðgin í að eiga meira og flottara dót er að eyðileggja okkur smám saman, okkar virði og okkar dýrmætu plánetu. Hvar er stopptakkinn? Hvenær er nóg, nóg?
Hversu soooorglegt!!!! Leitandi að einhverju til að fylla holið innra með okkur EN eina sem gæti mögulega fyllt það er fólkið okkar í raunheimi!! Og að skapa & vera til. Finna það sem við þurfum að finna. að lifa í mómentinu og læra á okkur sjálf en ekki vera að fylgja einhverjum trendum eða öðru fólki. gahhhh hvað erum við búin að vera gera?!?!
We´ve been influenced, and we are under the influence........
Það sorglega er: að þetta var ekki martröð.,. Þetta er raunveruleikinn og síðustu 10 ár eru farin útum gluggann.
Ég veit, Þetta er brútal hjá mér en þetta er líka brútal dæmi. OH það er svo engan veginn hægt að koma öllum hugsunum mínum og líðan mín varðandi þetta fyrir í einum pistli.. En
Ég er búin að vera að vega og meta og tók árspásu og ætlaði að koma til baka og vera við stjórn en BOOM
*Það sem eg er ennþá að díla við þrátt fyrir pásuna er : Að vilja líta X út. Fá Validation. Hugsa að þegar ég fer á eitthvern X stað geri X að þá get ég póstað fullkomna póstinum á feedið = Validation.. Þetta er SICKNESS og stjórnar mér alltof mikið. Ég vil losna undan þessu! it´s all fun and games until it´s not. Fyrir mitt leiti vil ég ekki finna fyrir þessu. (smá saga tengt þessu)
Ég man fyrir ca 10 árum þegar Instagram var að byrja þá var ég svo spennt að gera ákveðna hluti og ná ákveðnum myndum til að deila svo á instagrammið mitt svo það liti nú vel út (og ég liti líka vel út).... (sounds familiar?? hehe) Svo áttaði ég mig fljótlega á því hversu brenglað þetta væri en þá voru ekki allir farnir að hugsa svona.. þetta var ennþá svo saklaust og skemmtilegt tæki. en kids núna er þetta the absoulout NORM!!!!
Ég veit ég er ekki að segja neinar fréttir en mál með vexti og mál með mig. Ég vil ekki lifa svona því þá er svo auðvelt fyrir mig að ruglast á því sem er í alvörunni það sem mig langar að gera eða er ég að gera hluti fyrir trend og validation..?
Eins og ég segi örugglega í hverjum pistli er að ég vil ekki lifa lífinu mínu svona eða hinsegin. Ég er nefnilega að reyna að læra að lifa lífinu fyrir mig. Og fylgja því sem ég vil vera að gera og finna hvað það er sem ég vil virkilega verja tímanum mínum í ( Því hann er svo mikilvægur, krakkar hann er allt!!!) en það er svo erfitt að gera það ef maður er stöðugt að sjá og heyra skoðanir og lif annara ( ekkert að lífi annara, það er fallegt og áhugavert þessvegna vill maður fylgjast með því) En eins og staðan er núna í mínu lífi þarf ég held ég að taka þetta alveg út hjá mér þangað til ég losna algjörlega við þetta og er búin að ná því hver það er sem ég vil virkilega vera og hvað ég vil gera.
Ég held að þetta muni ekki hætta hjá mér svo lengi sem ég er að nota þetta app... Það sem ég pæli líka í og mun eflaust sakna er fólkiððð.... en
Þetta er eins og að vera í endalausu talking stagesi og svo áttaru þig á því að BOOM þetta er ekki að fara neitt lengra.
(þegar þú áttar þig á því eins og ég er að gera núna þá eru bara tveir möguleikar: to be continued þessir möguleikar koma neðar í þræðinum)
Þetta er klárlega eitt af því sem er að halda mér þarna .. :
Þau sem þú ert að fylgja og þér finnst vera nett og þú fílar að fylgjast með hvað manneskjan er að sýna og færð jafnvel innblástur frá þeim. Þú færð mögulega vibeið að þú myndir ná vel með manneskjunni ef þið mynduð hittast og kynnast og þið eigið margt sameiginlegt.
Þið likeið hjá hvor öðru, kommentið stundum eða sendið skilaboð but that´s it.............................................
Þetta gefur þér just enough svo þú sækir ekki í meira.
& þetta verður ekki meira og kannski er það allt í lagi.
Ég persónulega elska að kynnast nýju fólki og eignast fleiri vini. En ég á alveg ótrúlega góða vini og fjölskyldu og er meira en sátt og þakklát með þau öll út líf mitt. Halló, Þau eru líf mitt!! En afhverju eru þá netvinirnir að hafa svona mikið vægi..? Skiljiði hvað ég meina?.. Er það ekki bara þá like, comment og feedbackið til baka í echohellinum sem er ávanabindandi.. Þetta er ándjóks svo skrítið dæmi, þá er ég að tala um fíknin í þetta. hot and cold. The unknown. Meira meira meeira en í raun er ekkert meira.
Ég held að samfélagsmiðlar séu bara flókið dæmi og lúmskir. Eins og ég sagði í fyrri pistli og það sem ég upplifði þegar ég tók instapásuna var það að það var eins og það væri farið stress úr mínu lífi sem ég VISSI ekki einu sinni að væri þar.... skiljiði. Flókið dæmi.
En möguleikarnir tveir eru þessir.
Halda áfram að sinna viðhaldinu. Fá just enough svo ég geri ekkert merkilegt við líf mitt og missi af því eða...... ég hætti.
Og valmöguleikinn minn at the moment er sá seinni. Ég ætla að hætta á instagram. Ég þarf að prófa það. Nei þá er ég að meina hætta alveg. Kannski ég hætti líka alveg á facebook...? Ég vil losna við að hugsa útí myndirnar sem ég mun taka og frekar lifa FULLY in the moment. Sem ég geri upp að vissu marki. En skiljiði ég vil fara alla leið með þetta. Ég vil finna hvernig er að vera aaaalveg án og losna við þetta crave for something, sem er ekki neitt. Gaddmnit.
Því allt gerist í alvöru raunheimum með alvöru tengingar og með alvöru fólki.
Ég er ekki að segja þér að hætta á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að vera að það sé það rétta fyrir alla og það þarf alls ekki að þýða að þetta sé raunveruleikinn fyrir ykkur hin.
En ég heyrði góða lýsingu á þessu og hún hljómaði eitthvernveginn svona: Ef allir í heiminum væru alkahólistar og háðir áfengi þá myndi engin vakna og sjá að þetta væri vandamál því þá eru allir að gera það sama og við myndum öll telja okkur trú um það að þetta væri okkur nauðsynlegt og bara skemmtilegt en þá gætum við lika aldrei átt samræðurnar um þetta. Málið með samfélagsmiðlana er svipað sorry guys hate to brake it to you (því núna erum við öll með símann fastan í höndunum á okkar) (höldum að við getum ekki lifað án hans) Og ef þú ert að lesa þetta og hugsar hmm ég hef stjórnina þá hvet ég þig til að taka einhverskonar pásu frá þessu.
Það er svo mikilvægt að taka stundum skrefið til baka og líta á líf sitt einu skrefi frá eða að ofan verðu og sjá hvað er að virka og hvað er ekki að virka. Mér finnst það allavega vera gott fyrir mig.
Þetta verður erfitt og ég veit ekki hvernig þetta fer en ég verð að gera þetta núna. Það er komið af því.
Ég hef það á tilfinningunni að lífið muni bara verða betra
Öll ást mín til ykkar ég veit þetta var hardcore póstur en þetta eru bara mínar hugleiðingar at the moment
Við erum öll forever changing og eigum skilið að vita hver við erum án stanslausar áhrifs alls í kringum okkur.
Þú veist nóg og þú þarft ekki að fá fleiri upplýsingar
Núna er komin tími til að finna hvað ÞÚ vilt (ég) (og þú ef þú vilt taka þetta til þín) og þá samþætta allar þær upplýsingar sem þú hefur fengið og vilt nýta þér.
Lífið er í raunheimum
Samfélagsmiðlar er frontur og feik
Bæ beibs, takk fyrir að vera öll svona æðisleg, ég hef sko alveg fundið fyrir því & veit þið eruð það.
Instagram aðgangurinn minn verður opinn þangað til ég er tilbúin að deactiveta hann en mun ekki fara aftur inná hann eftir nokkra daga. Ég mun halda áfram að blogga en ég mun ekki tilkynna það. Ef þú vilt vera í sambandi við mig þá skaltu bara láta mig vita og við finnum aðrar leiðir
lets do this thing
xoxo
- see you, in the real world
Bloggar | Breytt 10.3.2025 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2025 | 17:59
Færsla 4 : Edrú líf betra líf?
2024 tók ég áfengislaust ár og núna er það eitt af því besta sem ég hef gert.
áfengi er flókið consept fyrir mér.
hvað er eðlilegt og hvar er línan. þetta er blurr fyrir mér. þetta er kannski ekki blurr fyrir öðrum og kannski kunna sumir í alvörunni að fara með áfengi... ég veit það ekki.
en fyrir mitt leyti og mitt líf er það trilljón milljón sinnum betra, skemmtilegra og real heldur en með áfengi í því.
Ég er búin að skrifa heila aðra færslu um þetta. Ég á erfitt með að koma þessu frá mér. Ég hef margt um þetta að segja en við skulum hafa þessa færslu á léttu nótunum. Eða reyna það..
Ég er ekki að hætta að drekka áfengi af því ég á átti í vanda með það en ég skal viðurkenna að ég var hrædd um að það myndi leiðast þangað.... ef ég myndi ekki hætta.
Þannig er nefnilega mál með vexti að áfengi er ávanabindandi og áfengi er líka eitur. Áfengi deyfir okkur og blörrar línurnar, þegar við drekkum áfengi þá gleymum við skildum morgundagsins sem getur haft þær afleiðingar að við sækjumst í það til að díla ekki við raunveruleikann og lífið sjálft.
Þannig vil ég ekki lifa mínu lífi. Ég vil vera vakandi. Taka ábyrgð. Vera eins mikið ég og ég mögulega get og áfengi blokkar það allt saman. Fer á móti mínum persónulegu gildum og passar ekki inn hjá mér,,
Ég hef átt allskonar tímabil og varð mamma ung þannig ég hef oft drukkið mjög lítið eða ekkert árum saman, svo hafa komið tímabil sem ég fer út og skemmti mér með vinkonum mínum allt sem myndi bara teljast eðlilegt og í lagi.
Þegar ég segi að ég hafi verið hrædd um að þetta yrði vandamál er af því ég hef líka komið sjálfri mér á óvart og gekk í gegnum mjög erfitt sumar 2021 þar sem ég hafði ekki drukkið í 2 ár nema á stórum útihátíðum en þessi erfiði tími leiddi mig í það að ég fékk mér einn bjór á kvöldin til þess að slaka á og gleyma. einn bjór hljómar svo saklaust og ég veit um fullt af fólki sem fær sér einn bjór á hverju kvöldi... frá því að drekka ekki neitt í einn á kvöldin fann ég hversu mikil áhrif einn bjór hefur.. að mínu mati er þetta deyfing og flótti og getur triggerað vandamál ef við erum að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er það allavega fyrir mig.
Í lok ársins 2023 eftir að við komum heim frá balí um sumarið tók við að strákurinn minn fór í pabbahelgar. Þetta hefur verið það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í öllu lífinu. Brýtur í mér hjartað að þetta hafi þurft að fara svona en ég fann sjálfa mig vera deyfa mig og gleyma mér þessar aðra hvoru helgi þar sem strákurinn minn var ekki hjá mér. Þá fór ég út að "skemmta mér" með stelpunum.
Eftir tvo mánuði af þessu (sem betur fer var það ekki lengri tími) en það var nóg fyrir mig, þá hugsaði ég með mér ef ég hætti þessu ekki núna verða allt í einu liðin 4 ár og ég ennþá úti blindfull á barnum aðra hvora helgi. Það er hreinlega ekki lífið sem mig langar í.
Svo ég taki það líka fram að þá er ekkert að því að fara út að skemmta sér!!! Halló þá á að vera skemmtilegt! En þetta hjá mér var ekki skemmtun það var flótti og ekkert annað. Stundum eru tilfinningarnar svo stórar og miklar að það er erfitt að horfast í augu við þær, stundum eru þær meira að segja búnar að vera byggjast upp í langan tíma eða alveg síðan úr æsku. Galdurinn er að finna þær og leyfa þeim að kenna okkur en ó guð hvað ég skil vel að gera það ekki og það er svo margt sem tekur athyglina okkar eitthvað annað og stundum er það bara sem við þurfum í einhvern tíma <3
En að aðeins léttari nótum þá langar mig að segja ykkur aðeins frá því hvernig þetta áfengislausa ár var : !!!
Ég held ég hafi aldrei farið jafn oft út að SKEMMTA MÉR. Í ALVÖRUNNI að SKEMMTA mér!! ÁN ÁFENGIS. Ég fer út af því MIG langar það. Ég get alltaf keyrt heim eða farið þegar mig langar. Ég segi ekkert sem ég meina ekki, og fer ekki á trúnó!! Ó guð þegar ég drakk þá var ég á trúnó aaaallt kvöldið eina sem ég vildi gera. Núna segi ég bara nei takk ég er að skemmta mér. Mér finnst fátt skemmtilegra en að gera mig sæta og fína, hitta vini og vandamenn og dansa með vinkonum mínum!!! gahhh what a time to be alive.
OG þetta er ÉG! ekki áfengi sem gefur mér kjarkinn. Ef ég hef eitthvað að segja um það að: "áfengi hjálpi sumum að sleppa sér, tala við fólk og að það geti dansað". PLSSSS lærið að vera ekki feimin og tala við fólk og dansa og skemmta ykkur án áfengis!!!! gahh það er svo TRYLLT að vera EDRÚ og muna eftir geggjuðum kvöldum og eiga yndislegar minningar og gera ekki eitthvað heimskulegt ókei jú bíddu ég hef alveg gert heimskulega hluti og ég er örugglega bara ruglaðri edrú en full en gaddmnit það er lika svo frelsandi að vera bara mannleg og gera mistök og TAKA ÁBYRGÐ á því sem ég gerði og owna það og ekki kenna einhverju áfengi um minn fíflagang.
Edrú líf betra líf?
EDRÚ LÍF FRJÁLST LÍF!!!!!
Takk fyrir að lesa elskurnar, munið svo bara gera ykkur. Þetta virkar fyrir mig og mér hefur bara liðið betur þannig ég sé ekki ástæðu á að bæta þessu einhvertímann aftur inn í líf mitt. En maður veit aldrei. Fylgjum bara hjartanu og reynum að gera það sem er best fyrir okkur hverju sinni. En við erum mennsk svo við munum ekki alltaf gera það
Lovjú guys. Mana ykkur að prófa að fara að dansa án áfengis og kannski getiði það og þá eru þið geggjuð, eruð geggjuð either way <3
Bloggar | Breytt 9.3.2025 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2025 | 13:09
Færsla 3 : Rant!!!
En ég átti eftir að segja ykkur frá því hvernig mér finnst að vera komin aftur :))
To be honest. það er ekkert spes (hélt það yrði meira hype) ég missti í raun og veru ekki af neinu. En ég vissi líka að það yrði þannig.
Núna er ég reyndar komin með nokia síma þannig ég fer aðeins á instagram í tölvunni og þar að leiðandi meira mindful og meðvituð um tímann sem ég eyði þar inni. Það tekur allt lengri tíma, að pósta í story er ferli og tekur sinn tíma.
Ég er ennþá að finna minn takt þarna inni og hvernig ég vil nýta þennan miðil.. vil ég nýta hann? eða er hann að fara á móti öllu sem mér finnst rangt???
Ég finn þörfina og löngunina fyrir likes og follows ennþá. wtf...!
Ég man þegar ég hætti 1 janúar 2024, og við systurnar tókum svo sæta áramótamynd af okkur öllum saman. Ég varð að koma þessari mynd út í kosmósið!!
afhverju? athygli?
ég allavega losnaði ekki við það og það endaði með því að mamma póstaði henni á facebook og taggaði okkar. gahhhh hahahha.
Það létti allavega á þörfinni að hún væri komin út fyrir almenning að sjá? hvað er þetta eiginlega í mér eða í okkur? Þarna var þetta svo augljóst því ég var búin að taka grammið í burtu og vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera við mig.
Pósta á faceboook???? í alvöru embla? mér fannst þetta eiginlega bara fyndið ,og ég var forvitin að sjá hvort að athyglissýkin eða hvað þetta nú væri færi ekki með tímanum.
Ég get fullyrt það núna eftir heilt ár er hún ekki enn farin. Ég póstaði meira að segja í story í gær öööölllum (nánast) skvísumyndunum sem instagram missti af árið 2024, mér fannst það reyndar hilarious! En á sama tíma og það er fyndin af hverju þurfti ég að gera þetta??
Er ég ekki að validatea mig nóg sjálf? Gaddamnt it. Ég vil vera fullviss um mig sjálfa og að ekkert geti ruggað mér. Þess vegna er ég að þessu.
(held ég)
Smá útúrsnúningur hér :
En ég var orðin háð nikótíni. Ég tók það líka út hjá mér á sama tíma (mér finnst hræðilegt að viðurkenna þetta hahah en það er saga, kemur seinna)
OG ég tók áfengislaust ár árið 2024(ennþá stærri saga!!) stay tuned
Þetta voru semsagt hin áramótaheitin mín sem ég náði líka! STÓRT húrra fyrir mér þarna!!!
En eins og ég var að segja þá vil ég ekki vera háð neinu sem gefur mér ekki raunverulega fyllingu (fulfillment) & ég vil heldur ekki að neitt stjórni mér.
Ég vil nefnilega vera vakandi, meðvituð helst ekki í matrixinu já ég kýs alltaf rauðu töfluna yfir bláu. "Ignorance is bliss" eins og sagt er en ég gæti ekki verið meira ósammála. Hræsni og að horfa framhjá hlutunum er eitthvað sem ég er með ofnæmi fyrir kv.vegan konan :**
Markmiðið mitt er alltaf að vera ekki hræsnari. Mér finnst það mest ósexý í heiminum. Ég er það alveg sumstaðar. En ég er alltaf á leiðinni í þá átt að vera það ekki. Á batavegi í svo mörgu, þetta er alveg endalaust.
En er það ekki líka ein veikin í dag, við erum aldrei NÓGU GÓÐ GAHHHH...
Það sem við sjáum á þessum miðlum, er MEIRA MEIRA MEIRA vertu betri. Þú ert ekki nóg. Kauptu þetta fáðu hitt. Lýtaaðgerðir er eins og að kaupa sér föt í dag og svo er photoshopp svo gott að þú tekur ekki einu sinni eftir því þegar fólk hefur breytt sér eða slétt á sér húðina. Þessu er ég rosalega á móti og hef aldrei gert og mun aldrei gera. (og ef þú eða einhver sem þið þekkir hafið photoshoppað þá no shame, ándjóks, hvernig á maður ekki að gera það inná þessu :( ) Þótt það sé engin að segja það beint (vertu flottari, betri og heitari!!) þá eru þetta áhrifin sem þetta app hefur. Það er eiginlega ótrúlega alvarlegt ef við pælum í því.
Það er líka ótrúlega erfitt að komast hjá þessu því við erum öll með GRUNNþarfir sem eru: sérðu mig, heyrirðu í mér og skipti ég máli<3 miii. Þurfum þetta til að lifa af eða gerðum það allavega þegar við fæddumst og þangað til að við lærum að elska okkur wholeheartedly til þess þurfum við að vinna úr traumum og sárum.
Correct me if i´m wrong.
Gaddemnit ég var líka að lesa grein rétt í þessu um konu sem hætti núna á öllum samfélagsmiðlum, ég ætti að láta linkinn fylgja. Það kveikti aftur í öllu sem ég er frekar sammála um.
https://www.visir.is/g/20252672731d/kvedur-samfelagsmidla-fyrir-fullt-og-allt?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR27SdkfhbVQ1845zlLV-qCwHAS08U7z5yJmeRUgfnmYBpUnlm7qeQnlKGg_aem_Rqxy3qsbSLWu3cXU1EsPrwStoppum þetta hér. þetta átti bara að vera smá food for thought...
ekki taka mér of alvarlega
ég er bara stelpa með vangaveltur eins og við vonandi öll erum með. Pælum og hugsum fyrir okkur sjálf
Oh núna er ég að hugsa um svo gott tiktok myndband sem ég verð eiginlega að setja inn. lol
Pssst p.s !!! þið skiptið öll ótrúlega miklu máli og það þarf engin að sanna það fyrir neinum. Við erum nefnilega nóg eins og við erum akkúrat núna beibís. But its a journeyyyy að fatta það sjálfur, vonandi eru þið öll á leiðinni þangað <3
lovju guys.
Bloggar | Breytt 9.3.2025 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2025 | 20:20
Færsla 2 : Instagram lausa árið mikla!!
Hæ honnís! <3
Nú skal ég segja ykkur frá því...
Hvernig var árið 2024 án Instagrams í RAUN OG VERU???
Byrjum kannski á því að segja frá þvi afhverju mig langaði að taka instagram út hjá mér..í heeeilt ár...
Jú til að benda á það augljósa held ég að ég geti næstum því fullyrt að við séum öll notendur & neytendur þessa miðils, af öllum hinum samfélagsmiðlunum notaði ég þennan langmest. Þú gast ekki náð í mig ef þú sendir mér ekki skilaboð í gegnum instagram... damn þetta hljómar illa en ef við eigum að vera hreinskilin þá var ástandið orðið svolítið slæmt...
Núna erum við búin að vera með snjallsíma og samfélagsmiðla í rúman áratug.... guys that´s aaaalot.
Ég hugsa svolítið svona.... : "Damn við erum búin að vera að skrolla í 10 ár, langar mig að gera það næstu 10 árin...??? svarið er, nei."
Don´t get me wrong það er allskonar jákvætt við þetta allt saman. yin og yang. svart og hvítt. jákvætt og neikvætt lykilatriðið er að finna jafnvægið balancinn og það er leikurinn, i get it. but let´s face it við erum ÖLL háð símanum, skulum viðurkenna það, höldum að við getum ekki lifað án hans (já þetta er ógeðslega þægilegt) en þegar eitthvað gefur okkur svona auðveldlega dópamín og er fíkn þá getur verið svolítið erfitt að finna BALANCE-inn okkar.
Stundum þarf maður að fara yfir í annað ÖFGA (ekkert instagram í heilt ár) úr því að vera á instagram allann daginn til að finna jafnvægið hjá sér... Ég virka svolitið þannig allavega.
Allt eða ekkert týpa -- leitandi að jafnvæginu í myrkvinu. (dramatísk, ég veit)
En hér kemur sannleikurinn... Janúar og febrúar fór vel af stað hjá mér, ekkert instagram,ekkert mál!
Svo varð ég einhvað lítil í mér einn daginn og fann loophole....
TIKTOK var loopholeið..!!!! reglan var bara ekkert gramm.... þótt að ástæðan fyrir því að hætta á gramminu hafi verið sú að hætta öllu skrolli og fá dópamínið mitt við það sem væri hollt og gott fyrir mig eins og að hugleiða, stunda yoga, útiveru, hreyfingu já eða jafnvel journala....
en nei ég náði í tiktok... það gaf mér huggunina sem mig vantaði á þessum tíma.. og hlátur damn tiktok var fyndið og lét mig hlægja áður en algorithminn fór að ná mér. hægt og rólega byrjaði tiktok að þekkja mig og varð frekar dramatískt og væmið. gaddamnit. það var ekki aftur snúið.
fyrir þetta hafði ég aldrei átt tiktok og ég varð hooked (SURPRICE) þarna fór ég að pósta og skrollaði allt árið frá mér, inná tiktok í staðinn fyrir instagram....húrra fyrir mér.
úff anyways
það sem ég fýlaði við tiktok var að maður var ekki að fylgjast með neinum og stalka,( það eru bara random myndbönd sem poppa upp af fólki sem ég veit ekkert hver eru og mun líklegast ekki sjá aftur. Þegar ég póstaði, pældi ég ekkert í likeum eða hverjir sjá þvi það er svo óútreiknanlegt og ég er varla að fylgja neinum þar þannig ég var ekki með neinar væntingar..
Þar gat ég ekki verið að pæla hvað hinn & þessi voru að gera og gat verið meira í raunheimi eins og mig langaði líka,
treysta á það sem er að gerast í lífinu mínu, face to face en ekki fara að ofhugsa einhver likes og follow.... let´s be real, ég er ekki mikið að ofhugsa eða pæla í þessum hlutum en ég væri að ljúga ef ég verð ekki vör við þetta.
Ef þið pælið aðeins í því þá er galið hvað maður getur komist að miklu þarna inni (þið vitið alveg hvað ég er að meina) upplýsingarnar sem koma manni ekkert við svo er þetta bara flest allt gisk og gátur. nema hjá okkur stelpunum við vitum nákvæmlega what´s upp (intuition powerss)
En núna er ég komin á eitthvað rant og ætla að reyna stoppa það áður en þetta verður alltof langt hjá mér.
Lokaniðurstöður:
-Það er gaman að sýna sig & sjá aðra <333 ég er að leita að mínu jafnvægi þar (2025 er ég komin með dumbphone/samlokusíma, og nota miðlana í tölvunni very mindful, very demure eins og þau segja á tiktok :)
- að taka þátt í netheimum og hafa gaman while i´m at it án þess að missa af raunverulega lífinu sem er hér og nú sem skiptir mig öllu heimsins hjartans máli.
gæti talað endalaust um þetta og það eru margir aðrir vinklar en segjum þetta gott í bili :*
-þangað til næst
xoxo - dramatísk og væmin
p.s lovjuguys
Takk fyrir að lesa vá ef þú last allt áttu skilið eitthvað ótrúlega fallegt <3
Bloggar | Breytt 9.3.2025 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2025 | 15:06
Færsla 1 : Kom sá og sigraði!!
Komið sæl og blessuð kæru vinir.
Ég er mætt á bloggborð internetsins en þetta er alls ekki eini staðurinn sem ég er mætt á, neeei. Því í lok ársins 2023 eða nákvæmara sagt um áramótin 2023-2024 voru áramótaheitin af stærri gerðinni, já vinir, við stefnum hátt og það er SVO gaman að segja frá því NÚNA árið 2025, 7 janúar að þeim var ÖLLUM NÁÐ!!!!
Eitt af áramótaheitum 2024 voru nefnilega út með instagram bara ÚT með það!! bless og takk fyrir. Og það er líka það sem ég gerði.
Kl 3 um nótt 1 janúar 2024 þegar ég var komin upp í rúm eftir gott áramótapartý, keyrði ég heim og skrollaði upp í rúmi í síðasta skipti á þessu ári..! Eða það var það sem ég hélt.....(meira um það í næsta bloggpósti)
Svo akkúrat kl 3 um nóttina sagði ég bless við instagram appið og eyddi því, & leit ekki um öxl í heilt ár! ég fann meira að segja fyrir létti eftir því sem leið á, eins og það væri stress farið úr mínu lífi sem ég vissi ekki einu sinni að væri þar.
Svo ári seinna liggjandi uppí rúmi varla búin að opna augun teygði ég mig í símann, spennt að sækja instagram aftur, já ég var orðin spennt fyrir þessu. Það gerðist í október að mér fór að hlakka til að ná í þetta app aftur og sjá hvað beði mín.. Ég á líka svo margar mergjaðar systur og vinkonur sem eru alltaf að setja svo fyndið og skemmtilegt þarna inn og ég var orðin spennt að missa ekki lengur af því sem þær eru að gera og getað likeað allt hjá þeim <33
Fyrsti janúar 2025 kom, appið lent aftur í símanum og stelpan byrjuð að skrolla.....
Í næstu færslum hjá mér fáið þið að heyra af því hvernig árið án instagrams gekk í raun og veru.... & hvernig mér finnst að vera komin aftur.
Ég pæli mjög mikið í þessum netheimi og í instagram appinu sjálfu. Þetta er svo stór partur af lífi okkar í dag en hversu stóran part viljum við að þetta eigi í okkar lífi og hver eru raunveruleg áhrif þessara appa... meira um þær vangaveltur seinna. lovju guys
p.s ég er svo pepp að vera byrjuð að blogga það er svo mikil stemming og þið eruð svo heppin að fá að fylgjast með ef þið viljið (frjálsvilji og allt það<3))
endilega byrjið bara líka að blogga þá getum við verið bloggvinir sem er svooo gaman (held ég) ég var bara að byrja
Þangað til næst, xoxoxo
Bloggar | Breytt 9.3.2025 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
öll mín helstu leyndarmál
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar