11.1.2025 | 13:09
Rant!!!
Jæja þá eruð þið búin að fá að heyra af því hvernig instagramlausa árið gekk. Vúhú!
En ég átti eftir að segja ykkur frá því hvernig mér finnst að vera komin aftur :))
To be honest. það er ekkert spes (hélt það yrði meira hype) ég missti í raun og veru ekki af neinu. En ég vissi líka að það yrði þannig.
Núna er ég reyndar komin með nokia síma þannig ég fer aðeins á instagram í tölvunni og þar að leiðandi meira mindful og meðvituð um tímann sem ég eyði þar inni. Það tekur allt lengri tíma, að pósta í story er ferli og tekur sinn tíma.
Ég er ennþá að finna minn takt þarna inni og hvernig ég vil nýta þennan miðil.. vil ég nýta hann? eða er hann að fara á móti öllu sem mér finnst rangt???
Ég finn þörfina og löngunina fyrir likes og follows ennþá. wtf...!
Ég man þegar ég hætti 1 janúar 2024, og við systurnar tókum svo sæta áramótamynd af okkur öllum saman. Ég varð að koma þessari mynd út í kosmósið!!
afhverju? athygli?
ég allavega losnaði ekki við það og það endaði með því að mamma póstaði henni á facebook og taggaði okkar. gahhhh hahahha.
Það létti allavega á þörfinni að hún væri komin út fyrir almenning að sjá? hvað er þetta eiginlega í mér eða í okkur? Þarna var þetta svo augljóst því ég var búin að taka grammið í burtu og vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera við mig.
Pósta á faceboook???? í alvöru embla? mér fannst þetta eiginlega bara fyndið ,og ég var forvitin að sjá hvort að athyglissýkin eða hvað þetta nú væri færi ekki með tímanum.
Ég get fullyrt það núna eftir heilt ár er hún ekki enn farin. Ég póstaði meira að segja í story í gær öööölllum (nánast) skvísumyndunum sem instagram missti af árið 2024, mér fannst það reyndar hilarious! En á sama tíma og það er fyndin af hverju þurfti ég að gera þetta??
Er ég ekki að validatea mig nóg sjálf? Gaddamnt it. Ég vil vera fullviss um mig sjálfa og að ekkert geti ruggað mér. Þess vegna er ég að þessu.
(held ég)
Smá útúrsnúningur hér :
En ég var orðin háð nikótíni. Ég tók það líka út hjá mér á sama tíma (mér finnst hræðilegt að viðurkenna þetta hahah en það er saga, kemur seinna)
OG ég tók áfengislaust ár árið 2024(ennþá stærri saga!!) stay tuned
Þetta voru semsagt hin áramótaheitin mín sem ég náði líka! STÓRT húrra fyrir mér þarna!!!
En eins og ég var að segja þá vil ég ekki vera háð neinu sem gefur mér ekki raunverulega fyllingu (fulfillment) & ég vil heldur ekki að neitt stjórni mér.
Ég vil nefnilega vera vakandi, meðvituð helst ekki í matrixinu já ég kýs alltaf bláu töfluna yfir rauðu. "Ignorance is bliss" eins og sagt er en ég gæti ekki verið meira ósammála. Hræsni og að horfa framhjá hlutunum er eitthvað sem ég er með ofnæmi fyrir kv.vegan konan :**
Markmiðið mitt er alltaf að vera ekki hræsnari. Mér finnst það mest ósexý í heiminum. Ég er það alveg sumstaðar. En ég er alltaf á leiðinni í þá átt að vera það ekki. Á batavegi í svo mörgu, þetta er alveg endalaust.
En er það ekki líka ein veikin í dag, við erum aldrei NÓGU GÓÐ GAHHHH...
Það sem við sjáum á þessum miðlum, er MEIRA MEIRA MEIRA vertu betri. Þú ert ekki nóg. Kauptu þetta fáðu hitt. Lýtaaðgerðir er eins og að kaupa sér föt í dag og svo er photoshopp svo gott að þú tekur ekki einu sinni eftir því þegar fólk hefur breytt sér eða slétt á sér húðina. Þessu er ég rosalega á móti og hef aldrei gert og mun aldrei gera. (og ef þú eða einhver sem þið þekkir hafið photoshoppað þá no shame, ándjóks, hvernig á maður ekki að gera það inná þessu :( ) Þótt það sé engin að segja það beint (vertu flottari, betri og heitari!!) þá eru þetta áhrifin sem þetta app hefur. Það er eiginlega ótrúlega alvarlegt ef við pælum í því.
Það er líka ótrúlega erfitt að komast hjá þessu því við erum öll með GRUNNþarfir sem eru: sérðu mig, heyrirðu í mér og skipti ég máli<3 miii. Þurfum þetta til að lifa af eða gerðum það allavega þegar við fæddumst og þangað til að við lærum að elska okkur wholeheartedly til þess þurfum við að vinna úr traumum og sárum.
Correct me if i´m wrong.
Gaddemnit ég var líka að lesa grein rétt í þessu um konu sem hætti núna á öllum samfélagsmiðlum, ég ætti að láta linkinn fylgja. Það kveikti aftur í öllu sem ég er frekar sammála um.
https://www.visir.is/g/20252672731d/kvedur-samfelagsmidla-fyrir-fullt-og-allt?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR27SdkfhbVQ1845zlLV-qCwHAS08U7z5yJmeRUgfnmYBpUnlm7qeQnlKGg_aem_Rqxy3qsbSLWu3cXU1EsPrwStoppum þetta hér. þetta átti bara að vera smá food for thought...
ekki taka mér of alvarlega
ég er bara stelpa með vangaveltur eins og við vonandi öll erum með. Pælum og hugsum fyrir okkur sjálf
Oh núna er ég að hugsa um svo gott tiktok myndband sem ég verð eiginlega að setja inn. lol
Pssst p.s !!! þið skiptið öll ótrúlega miklu máli og það þarf engin að sanna það fyrir neinum. Við erum nefnilega nóg eins og við erum akkúrat núna beibís. But its a journeyyyy að fatta það sjálfur, vonandi eru þið öll á leiðinni þangað <3
lovju guys.
Um bloggið
öll mín helstu leyndarmál
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 156
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 915
- Frá upphafi: 915
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 663
- Gestir í dag: 68
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning