Edrú líf betra líf?

2024 tók ég áfengislaust ár og núna er það eitt af því besta sem ég hef gert.  

áfengi er flókið consept fyrir mér. 

hvað er eðlilegt og hvar er línan. þetta er blurr fyrir mér. þetta er kannski ekki blurr fyrir öðrum og kannski kunna sumir í alvörunni að fara með áfengi... ég veit það ekki. 

en fyrir mitt leyti og mitt líf er það trilljón milljón sinnum betra, skemmtilegra og real heldur en með áfengi í því.

Ég er búin að skrifa heila aðra færslu um þetta. Ég á erfitt með að koma þessu frá mér. Ég hef margt um þetta að segja en við skulum hafa þessa færslu á léttu nótunum. Eða reyna það..

Ég er ekki að hætta að drekka áfengi af því ég á átti í vanda með það en ég skal viðurkenna að ég var hrædd um að það myndi leiðast þangað.... ef ég myndi ekki hætta.

Þannig er nefnilega mál með vexti að áfengi er ávanabindandi og áfengi er líka eitur. Áfengi deyfir okkur og blörrar línurnar, þegar við drekkum áfengi þá gleymum við skildum morgundagsins sem getur haft þær afleiðingar að við sækjumst í það til að díla ekki við raunveruleikann og lífið sjálft. 

Þannig vil ég ekki lifa mínu lífi. Ég vil vera vakandi. Taka ábyrgð. Vera eins mikið ég og ég mögulega get og áfengi blokkar það allt saman. Fer á móti mínum persónulegu gildum og passar ekki inn hjá mér,,

Ég hef átt allskonar tímabil og varð mamma ung þannig ég hef oft drukkið mjög lítið eða ekkert árum saman, svo hafa komið tímabil sem ég fer út og skemmti mér með vinkonum mínum allt sem myndi bara teljast eðlilegt og í lagi. 

Þegar ég segi að ég hafi verið hrædd um að þetta yrði vandamál er af því ég hef líka komið sjálfri mér á óvart og gekk í gegnum mjög erfitt sumar 2021 þar sem ég hafði ekki drukkið í 2 ár nema á stórum útihátíðum en þessi erfiði tími leiddi mig í það að ég fékk mér einn bjór á kvöldin til þess að slaka á og gleyma. einn bjór hljómar svo saklaust og ég veit um fullt af fólki sem fær sér einn bjór á hverju kvöldi... frá því að drekka ekki neitt í einn á kvöldin fann ég hversu mikil áhrif einn bjór hefur.. að mínu mati er þetta deyfing og flótti og getur triggerað vandamál ef við erum að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er það allavega fyrir mig. 

Í lok ársins 2023 eftir að við komum heim frá balí um sumarið tók við að strákurinn minn fór í pabbahelgar. Þetta hefur verið það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í öllu lífinu. Brýtur í mér hjartað að þetta hafi þurft að fara svona en ég fann sjálfa mig vera deyfa mig og gleyma mér þessar aðra hvoru helgi þar sem strákurinn minn var ekki hjá mér. Þá fór ég út að "skemmta mér" með stelpunum. 

Eftir tvo mánuði af þessu (sem betur fer var það ekki lengri tími) en það var nóg fyrir mig, þá hugsaði ég með mér ef ég hætti þessu ekki núna verða allt í einu liðin 4 ár og ég ennþá úti blindfull á barnum aðra hvora helgi. Það er hreinlega ekki lífið sem mig langar í. 

Svo ég taki það líka fram að þá er ekkert að því að fara út að skemmta sér!!! Halló þá á að vera skemmtilegt! En þetta hjá mér var ekki skemmtun það var flótti og ekkert annað. Stundum eru tilfinningarnar svo stórar og miklar að það er erfitt að horfast í augu við þær, stundum eru þær meira að segja búnar að vera byggjast upp í langan tíma eða alveg síðan úr æsku. Galdurinn er að finna þær og leyfa þeim að kenna okkur en ó guð hvað ég skil vel að gera það ekki og það er svo margt sem tekur athyglina okkar eitthvað annað og stundum er það bara sem við þurfum í einhvern tíma <3 

En að aðeins léttari nótum þá langar mig að segja ykkur aðeins frá því hvernig þetta áfengislausa ár var : !!!

Ég held ég hafi aldrei farið jafn oft út að SKEMMTA MÉR. Í ALVÖRUNNI að SKEMMTA mér!! ÁN ÁFENGIS. Ég fer út af því MIG langar það. Ég get alltaf keyrt heim eða farið þegar mig langar. Ég segi ekkert sem ég meina ekki, og fer ekki á trúnó!! Ó guð þegar ég drakk þá var ég á trúnó aaaallt kvöldið eina sem ég vildi gera. Núna segi ég bara nei takk ég er að skemmta mér. Mér finnst fátt skemmtilegra en að gera mig sæta og fína, hitta vini og vandamenn og dansa með vinkonum mínum!!! gahhh what a time to be alive.

OG þetta er ÉG! ekki áfengi sem gefur mér kjarkinn. Ef ég hef eitthvað að segja um það að: "áfengi hjálpi sumum að sleppa sér, tala við fólk og að það geti dansað". PLSSSS lærið að vera ekki feimin og tala við fólk og dansa og skemmta ykkur án áfengis!!!! gahh það er svo TRYLLT að vera EDRÚ og muna eftir geggjuðum kvöldum og eiga yndislegar minningar og gera ekki eitthvað heimskulegt ókei jú bíddu ég hef alveg gert heimskulega hluti og ég er örugglega bara ruglaðri edrú en full en gaddmnit það er lika svo frelsandi að vera bara mannleg og gera mistök og TAKA ÁBYRGÐ á því sem ég gerði og owna það og ekki kenna einhverju áfengi um minn fíflagang. 

Edrú líf betra líf? 

EDRÚ LÍF FRJÁLST LÍF!!!!! 

Takk fyrir að lesa elskurnar, munið svo bara gera ykkur. Þetta virkar fyrir mig og mér hefur bara liðið betur þannig ég sé ekki ástæðu á að bæta þessu einhvertímann aftur inn í líf mitt. En maður veit aldrei. Fylgjum bara hjartanu og reynum að gera það sem er best fyrir okkur hverju sinni. En við erum mennsk svo við munum ekki alltaf gera það

Lovjú guys. Mana ykkur að prófa að fara að dansa án áfengis og kannski getiði það og þá eru þið geggjuð, eruð geggjuð either way <3 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

öll mín helstu leyndarmál

Höfundur

Embla Ósk Draumland
Embla Ósk Draumland
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 1206 2
  • Untitled design (3)
  • Untitled design (3)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 114
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 343
  • Frá upphafi: 1433

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband