Ég er farin af samfélagsmiðlum

Núna er janúar mánuður liðinn sem þýðir að það er mánuður síðan ég kom aftur á Instagram. Ég hef verið að nota Instagram í tölvunni sem er út á fyrir sig algjört lifehack og ég mæli mikið með því. En ég hef sótt appið í símann þegar mig hefur langað til að pósta í story eða setja myndir á feedið. 

 

Ég nota annars samlokusíma. Þannig ég er ekki með nein önnur öpp eins og Snapchat og Tiktok. Facebook og instagram kíki ég á í tölvunni. Iphone síminn er ennþá virkur og er alltaf heima. Ég er ennþá með messenger í honum (veit ekki afhverju, svara flestu í tölvunni) og ég nota Spotify til að hlusta á tónlist heima eða hljóðbækur. Ég reyni að taka aldrei iphoninn með mér neitt en hef gert það þegar ég fer í World Class með stelpunum til að hlusta á tónlist. Þá tengist ég netinu þar og get hlustað. Ég var svo að panta mér ipod og er mjög spennt að byrja að nota hann. Litla nostalgían sem það verður.

 

En því sem ég hef komist að við þessa nálgun hjá mér er þegar ég opna instagram í tölvunni þá er ég þar í mesta lagi í 5-10 mínutur... Talvan heldur manni ekki eins og skjárinn í símanum gerir!!

Ég fer inná Instagram sé hvort ég sé með ný skilaboð, svara þeim. Opna og vel þau story sem ég vil sjá og svo loka ég forritinu aftur.

 

Útfrá þessu hef ég komist að þeirri sorglegu staðreynd. Ef þetta er í alvörunni tíminn sem ég ´þarf´ inná þessu appi guð minn góður hversu miklum tíma erum við þá búin að vera eyða...? 

 

En það er líka það sem eg fann fyrir í janúar-febrúar 2024 þegar ég var ennþá með símann (iphoninn) en engin öpp í honum að maður er lika bara háður símanum sjálfum.. eða það er vani skal ég segja frekar, þegar maður er með símann stanslaust á sér þá er svo mikill vani að grípa bara í hann þegar það kemur dauð stund. og BOOM við dettum i doom scrooll og dýrmæti tíminn okkar er flogin útum gluggan.

 

Þetta er svakalegt. Mér líður svolítið eins og ég sé að vakna upp frá martröð... Þetta hljomar dramatískt en þannig liður mér. Ég er búin að vera i miklum hugleiðingum með þetta og búin að prófa allskonar.

 

Ég er að vakna upp og sjá þetta alltaf betur og betur. (Rauða pillan er greinilega farin að virka á mig þarna núna.. gahhh )

 

Martröðin er þannig að það kom einhver og rændi tímanum af okkur. Við vorum öll við hesta heilsu og í blóma lífsins, sum okkar voru að fæða og ala upp börnin sín en tíminn hvarf og við misstum af þeim.... misstum af okkur, tilfinningum okkar og urðum dofin fyrir því sem var að gerast í kringum okkur, það sem var að gerast í heiminum virtist ekki vera raunverulegt fyrir okkur lengur.... allt vegna þess að höfuðið og athyglin okkar var búið að sogast svo fast ofan í eitthvern svartan skjá þar sem sjálfsmyndin hvarf hægt og rólega, orkan okkar varð engin og samanburður, minnimáttarkennd jókst enn hraðar. Þunglyndi og kvíði hefur aldrei verið jafn algengt og núna og græðgin í að eiga meira og flottara dót er að eyðileggja okkur smám saman, okkar virði og okkar dýrmætu plánetu. Hvar er stopptakkinn? Hvenær er nóg, nóg?

 

Hversu soooorglegt!!!! Leitandi að einhverju til að fylla holið innra með okkur EN eina sem gæti mögulega fyllt það er fólkið okkar í raunheimi!! Og að skapa & vera til. Finna það sem við þurfum að finna. að lifa í mómentinu og læra á okkur sjálf en ekki vera að fylgja einhverjum trendum eða öðru fólki. gahhhh hvað erum við búin að vera gera?!?!

 

We´ve been influenced, and we are under the influence........

 

Það sorglega er: að þetta var ekki martröð.,. Þetta er raunveruleikinn og síðustu 10 ár eru farin útum gluggann. 

 

Ég veit, Þetta er brútal hjá mér en þetta er líka brútal dæmi. OH það er svo engan veginn hægt að koma öllum hugsunum mínum og líðan mín varðandi þetta fyrir í einum pistli.. En

 

Ég er búin að vera að vega og meta og tók árspásu og ætlaði að koma til baka og vera við stjórn en BOOM


*Það sem eg er ennþá að díla við þrátt fyrir pásuna er : Að vilja líta X út. Fá Validation. Hugsa að þegar ég fer á eitthvern X stað geri X að þá get ég póstað fullkomna póstinum á feedið = Validation.. Þetta er SICKNESS og stjórnar mér alltof mikið. Ég vil losna undan þessu! it´s all fun and games until it´s not. Fyrir mitt leiti vil ég ekki finna fyrir þessu. (smá saga tengt þessu)

 

Ég man fyrir ca 10 árum þegar Instagram var að byrja þá var ég svo spennt að gera ákveðna hluti og ná ákveðnum myndum til að deila svo á instagrammið mitt svo það liti nú vel út (og ég liti líka vel út).... (sounds familiar?? hehe) Svo áttaði ég mig fljótlega á því hversu brenglað þetta væri en þá voru ekki allir farnir að hugsa svona.. þetta var ennþá svo saklaust og skemmtilegt tæki. en kids núna er þetta the absoulout NORM!!!!

 

Ég veit ég er ekki að segja neinar fréttir en mál með vexti og mál með mig. Ég vil ekki lifa svona því þá er svo auðvelt fyrir mig að ruglast á því sem er í alvörunni það sem mig langar að gera eða er ég að gera hluti fyrir trend og validation..?

 

Eins og ég segi örugglega í hverjum pistli er að ég vil ekki lifa lífinu mínu svona eða hinsegin. Ég er nefnilega að reyna að læra að lifa lífinu fyrir mig. Og fylgja því sem ég vil vera að gera og finna hvað það er sem ég vil virkilega verja tímanum mínum í ( Því hann er svo mikilvægur, krakkar hann er allt!!!) en það er svo erfitt að gera það ef maður er stöðugt að sjá og heyra skoðanir og lif annara ( ekkert að lífi annara, það er fallegt og áhugavert þessvegna vill maður fylgjast með því) En eins og staðan er núna í mínu lífi þarf ég held ég að taka þetta alveg út hjá mér þangað til ég losna algjörlega við þetta og er búin að ná því hver það er sem ég vil virkilega vera og hvað ég vil gera. 

 

Ég held að þetta muni ekki hætta hjá mér svo lengi sem ég er að nota þetta app... Það sem ég pæli líka í og mun eflaust sakna er fólkiððð.... en 

 

Þetta er eins og að vera í endalausu talking stagesi og svo áttaru þig á því að BOOM þetta er ekki að fara neitt lengra.

 

(þegar þú áttar þig á því eins og ég er að gera núna þá eru bara tveir möguleikar: to be continued þessir möguleikar koma neðar í þræðinum) 

 

Þetta er klárlega eitt af því sem er að halda mér þarna .. :

 

Þau sem þú ert að fylgja og þér finnst vera nett og þú fílar að fylgjast með hvað manneskjan er að sýna og færð jafnvel innblástur frá þeim. Þú færð mögulega vibeið að þú myndir ná vel með manneskjunni ef þið mynduð hittast og kynnast og þið eigið margt sameiginlegt. 

 

Þið likeið hjá hvor öðru, kommentið stundum eða sendið skilaboð but that´s it.............................................

 

Þetta gefur þér just enough svo þú sækir ekki í meira. 

 

& þetta verður ekki meira og kannski er það allt í lagi. 

 

Ég persónulega elska að kynnast nýju fólki og eignast fleiri vini. En ég á alveg ótrúlega góða vini og fjölskyldu og er meira en sátt og þakklát með þau öll út líf mitt. Halló, Þau eru líf mitt!! En afhverju eru þá netvinirnir að hafa svona mikið vægi..? Skiljiði hvað ég meina?.. Er það ekki bara þá like, comment og feedbackið til baka í echohellinum sem er ávanabindandi.. Þetta er ándjóks svo skrítið dæmi, þá er ég að tala um fíknin í þetta. hot and cold. The unknown. Meira meira meeira en í raun er ekkert meira. 

 

Ég held að samfélagsmiðlar séu bara flókið dæmi og lúmskir. Eins og ég sagði í fyrri pistli og það sem ég upplifði þegar ég tók instapásuna var það að það var eins og það væri farið stress úr mínu lífi sem ég VISSI ekki einu sinni að væri þar.... skiljiði. Flókið dæmi. 

 

En möguleikarnir tveir eru þessir. 

 

Halda áfram að sinna viðhaldinu. Fá just enough svo ég geri ekkert merkilegt við líf mitt og missi af því eða...... ég hætti. 

 

Og valmöguleikinn minn at the moment er sá seinni. Ég ætla að hætta á instagram. Ég þarf að prófa það. Nei þá er ég að meina hætta alveg. Kannski ég hætti líka alveg á facebook...? Ég vil losna við að hugsa útí myndirnar sem ég mun taka og frekar lifa FULLY in the moment. Sem ég geri upp að vissu marki. En skiljiði ég vil fara alla leið með þetta. Ég vil finna hvernig er að vera aaaalveg án og losna við þetta crave for something, sem er ekki neitt. Gaddmnit.

 

Því allt gerist í alvöru raunheimum með alvöru tengingar og með alvöru fólki. 

 

Ég er ekki að segja þér að hætta á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að vera að það sé það rétta fyrir alla og það þarf alls ekki að þýða að þetta sé raunveruleikinn fyrir ykkur hin.

 

En ég heyrði góða lýsingu á þessu og hún hljómaði eitthvernveginn svona: Ef allir í heiminum væru alkahólistar og háðir áfengi þá myndi engin vakna og sjá að þetta væri vandamál því þá eru allir að gera það sama og við myndum öll telja okkur trú um það að þetta væri okkur nauðsynlegt og bara skemmtilegt en þá gætum við lika aldrei átt samræðurnar um þetta. Málið með samfélagsmiðlana er svipað sorry guys hate to brake it to you (því núna erum við öll með símann fastan í höndunum á okkar) (höldum að við getum ekki lifað án hans) Og ef þú ert að lesa þetta og hugsar hmm ég hef stjórnina þá hvet ég þig til að taka einhverskonar pásu frá þessu.

 

Það er svo mikilvægt að taka stundum skrefið til baka og líta á líf sitt einu skrefi frá eða að ofan verðu og sjá hvað er að virka og hvað er ekki að virka. Mér finnst það allavega vera gott fyrir mig.  

 

Þetta verður erfitt og ég veit ekki hvernig þetta fer en ég verð að gera þetta núna. Það er komið af því. 

 

Ég hef það á tilfinningunni að lífið muni bara verða betra 

 

Öll ást mín til ykkar ég veit þetta var hardcore póstur en þetta eru bara mínar hugleiðingar at the moment

 

Við erum öll forever changing og eigum skilið að vita hver við erum án stanslausar áhrifs alls í kringum okkur. 

 

Þú veist nóg og þú þarft ekki að fá fleiri upplýsingar

 

Núna er komin tími til að finna hvað ÞÚ vilt (ég) (og þú ef þú vilt taka þetta til þín) og þá  samþætta allar þær upplýsingar sem þú hefur fengið og vilt nýta þér. 

 

Lífið er í raunheimum

 

Samfélagsmiðlar er frontur og feik 

 

Bæ beibs, takk fyrir að vera öll svona æðisleg, ég hef sko alveg fundið fyrir því & veit þið eruð það.  

 

Instagram aðgangurinn minn verður opinn þangað til ég er tilbúin að deactiveta hann en mun ekki fara aftur inná hann eftir nokkra daga. Ég mun halda áfram að blogga en ég mun ekki tilkynna það. Ef þú vilt vera í sambandi við mig þá skaltu bara láta mig vita og við finnum aðrar leiðir 

 

lets do this thing

xoxo

- see you, in the real world


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

öll mín helstu leyndarmál

Höfundur

Embla Ósk Draumland
Embla Ósk Draumland
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 1206 2
  • Untitled design (3)
  • Untitled design (3)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 231
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 261
  • Frá upphafi: 1704

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband