15.2.2025 | 15:10
Færsla 7 : Strax besta ákvörðun sem ég hef tekið
Það er lygi því þetta er ekki eina besta ákvörðunin sem ég hef tekið...
spoiler alert - ég elska að breyta og betrum bæta
& besta sem ég hef líka ákveðið að gera er að hætta að borða og nota dýr á eitthvern hátt = vera vegan semsagt (9 ár vegan í ár) bam & hætta að drekka áfengi vooohoooo !!!
& auðvitað að eignast strákinn minn en það var ekki nein ákvörðun sem ég þurfti að taka því hann var meir en velkominn og hann er algjörlegaa það besta sem ég veit um í þessum heimi og ég geri í raun allt þetta fyrir hann <3
Því hver ég er skiptir máli fyrir hann.
Ég vil standa upp fyrir sjálfri mér. Ég vil velja góða hluti, ég vil hlusta á sjálfa mig til þess að vera eða reeeyna að vera góð fyrirmynd.
Jæja, núna er ekki liðinn svo langur tími síðan ég eyddi instagraminu mínu eða nákvæmara til tekið var það 3.febrúar síðast liðinn sem ég fékk nóg!! alveg meira en nóg og ákvað að ég vil bara alls ekki vera partur af þessu lengur og ekki eyða mínutu lengur inná þessu appi. Nokkrum dögum seinna eyddi ég líka facebook. BAM.
So far hefur þetta verið ljúft, ekkert mál og bara yndislegt = strax orðið eitt af því besta sem ég hef ákveðið að gera..!
Eins og ég hef sagt þá á ég ennþá iphone en hann er bara alltaf heima og ég tek hann ekki með mér neitt. Ég er með messenger í honum því lets face it það er alveg svakalega leiðinlegt að skrifa skilaboð í samlokusímanum.. úfff.
Ég vissi ekki að þegar ég myndi deactiveta Facebook að ég gæti ennþá verið með messenger en svo er það hægt þannig það er ennþá í símanum heima en ég er reyndar með slökkt á notfication þannig ég kíki sirka einu sinni á dag hvort ég sé með ný skilaboð sem ég þarf að svara, annars er best að ná í mig í gegnum símann eins og þeir vita sem eru nánir mér. Í rauninni hefur það alltaf verið þannig haha.
En ándjóks þá er lífið bara ljúft án þess að vera stöðugt fastur í símanum, stanslaust að kíkja á hann. Endalaus samanburður og upplýsingar sem þú gerir þér kannski ekki grein fyrir, þetta sest allt í undirmeðvitundina og óguð þetta er eins og besti detox að losa sig alveg við þetta.
Því guys
Þetta skiptir engu máli, það er öllum sama og þú ert að eyða lífinu þínu í feikshit og þvælu
sorry
en
því lengra sem líður á og dagarnir líða hjá verð ég sorgmæddari yfir þessu.
Það sem ég setti þarna inn eins og allir ættu rétt á mér og lífinu mínu og lífi sonar míns. Færi fyrir alla að mynda sér skoðanir á okkur og vita persónulegar upplýsingar. Ég pældi ekki í þessu þá og er í alvörunni fyrst að gera það núna og ég verð bara rosalega leið og mér finnst ég hafa notað líf mitt og fólkið mitt fyrir fkkkkn valditation.
jesús. it´s sad. fyrst var ég reið og bara wtf hvað erum við að eyða tímanum í og núna er ég bara sorgmædd yfir týndum tíma og þvælu sem við getum ekki fengið tilbaka.
En lífið er til þess að læra og þroskast svo við nennum ekki að dvelja heldur lengi í þessu. Ég er hætt þarna og ég sé strax að mér langar aldrei aftur þangað inn. Nema kannski ég verði fyritækjareigandi einn daginn þá er instagram fínt fyrir það! AUGLÝSA. SELJA HLUTI. SELJA ÞIG. VÖRUNA. þið skiljið.
Núna lifi ég fyrir mig og fólkið mitt. Þegar maður tekur eitthvað svona út hjá sér þá hættir það að hafa áhrif. Out of shight out of mind.
Hér er viðráðanlegur samanburður
Lífið er hérna
beint fyrir framan okkur
og allt í kringum okkur
ekki ofaní skjá,,.
Slökktu á fkn símanum!!
& líttu upp
Enn og aftur er þetta vangavelturnar mínar. Ég veit ekki hvað er best fyrir þig og þitt líf það er fyrir þig að komast af því. <3
skil ykkur eftir með þetta lag :*
mér varð hugsað um myndband sem er um samfélagsmiðla frá honum Prince Ea sem ég sá fyrir nokkrum árum það heitir "Can we auto-correct humanity" kíkti á það og sá það kom út fyrir 10 árum... Vildi að ég hafði tekið mark á því þá.... En jæja hér erum við. og hér er það :))
Ást & Friður
- Embla Ósk Draumland
Um bloggið
öll mín helstu leyndarmál
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.